24. janúar. 2008 02:00
Skessuhorn greindi frá því í gær að dýpkunarskipið Pétur mikli hefði tekið niðri á miðvikudagsmorgun austan við Ólafsvíkurhöfn þar sem skipið vann við dýpkunarframkvæmdir. Skipstjórinn hafði misreiknað dýpið og báturinn sat sem fastastur. Hann losnaði ekki þrátt fyrir að dýpkunarkrani hefði verið fenginn til þess að grafa frá skipinu. Á flóðinu í gærkvöldi var reynt að nýju og þær björgunaraðgerðir heppnuðust vel. Engar skemmdir urðu á Pétri mikla sem beið ekki boðanna og hóf strax að vinna aftur við dýpkunina þegar hann var laus af strandstaðnum.