28. janúar. 2008 03:42
Eins og fram kom í fréttum í dag fundar bæjarstjórn Akraness í kvöld með stjórnendum HB Granda um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir starfsfólks í landvinnslu á Akranesi. Stjórnin ákvað að ítreka fyrri ákvörðun sína. Á heimasíðu fyrirtækisins segir orðrétt í nýrri tilkynningu: “Stjórn HB Granda ákvað í dag að gera breytingar á rekstri botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi. Breytingarnar eru í samræmi við þau áform, sem kynnt voru mánudaginn 21. janúar síðastliðinn. Nánari upplýsingar er að finna í tilkynningu á vefsíðu félagsins frá 21. janúar.”