01. febrúar. 2008 07:22
Vinnuhópur um forvarnir ásamt forvarnafulltrúa Borgarbyggðar stóðu í lok síðasta árs fyrir könnun á kaupum og sölu á áfengi og tóbaki til barna og unglinga í sveitarfélaginu. Svipaðar kannanir voru gerðar árin 2000 og 2003. Niðurstaðan nú var verulega sláandi og sýnir að mikill meirihluti sölustaða virðir ekki lög um sölu tóbaks og áfengis á veitingastöðum og í verslunum. Þannig gátu 15 ára börn fengið keypt tóbak á sjö sölustöðum af níu sem kannaðir voru. Þá var kannað aðgengi ungmenna 16-19 ára að áfengi á níu sölustöðum. Niðurstaðan varð sú að sex þeirra kolféllu á prófinu. Í báðum þessum könnunum var niðurstaðan mun verri en árin 2000 og 2003.
Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.