05. febrúar. 2008 08:34
Næstkomandi laugardag verða 40 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst. Frá félagsvísindadeild útskrifast fjórir nemendur með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og einn með MA gráðu í menningarstjórnun. Frá lagadeild útskrifast 15 nemendur með BS gráðu í viðskiptalögfræði og sjö með ML gráðu og frá viðskiptadeild útskrifast 8 nemendur með BS gráðu í viðskiptafræði og fimm með MS gráðu. Tónlistarskóli Borgarfjarðar annast tónlistarflutning við athöfnina og verðlaun verða veitt fyrir góðan námsárangur. Dr. Ágúst Einarsson rektor flytur hátíðarræðu.
Nemendur Háskólans á Bifröst eru nú um 1100 talsins. Í janúar sl. hófst kennsla í meistaranámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu í viðskiptadeild og er þar um nýja námsbraut að ræða en alls eru námsbrautir í meistaranámi við skólann sjö talsins.
Næsta haust hefst síðan kennsla í viðskiptafræði til BS prófs sem öll fer fram á ensku og er þar jafnframt um nýja námsleið að ræða. Móttaka umsókna fyrir næsta skólaár er hafin.