05. febrúar. 2008 12:54
Vesturlandsmótið í tvímenningi í brids var haldið í Logalandi í Reykholtsdal sl. sunnudag. Tólf pör tóku þátt í mótinu, mun færri en á síðasta ári þegar 26 pör tóku þátt. Vafalaust hafa þorrablót og tvísýnt veður haft áhrif á þátttökuna að þessu sinni, en engu að síður skiluðu sér þátttakendur allsstaðar af Vesturlandi. Sigur á mótinu höfðu Skagamennirnir Eiríkur Jónsson og Karl Alfreðsson með 344 stig. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson úr Borgarfirði með 330 stig. Þriðja sætið fór suður fyrir heiði og vermdu það Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson með 326 stig í farteskinu. Garðar Þór Garðarsson og Þorgeir Ver Guðmundsson urðu í fjórða sæti, Dóra Axelsdóttir og Rúnar Ragnarsson í fimmta og Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson í því sjötta.