05. febrúar. 2008 04:16
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur skipað Finnboga Rögnvaldsson, Vigdísi Hauksdóttur og Ara Björnsson í vinnuhóp vegna viðbyggingar við leikskólann Hraunborg á Bifröst. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þessum hópi væri ætlað að undirbúa hönnun á viðbyggingunni svo byggingarframkvæmdir gætu hafist strax í ársbyrjun 2009. Aðspurður sagði Páll að engin ákvörðun hefði verið tekin um byggingu á húsnæði fyrir starfsmenn, en á því er einnig skortur. „Við erum að vona að þær framkvæmdir gætu orðið í samvinnu við háskólann á Bifröst en engar viðræður hafa þó orðið um það mál enn og því engin ákvörðun tekin,“ sagði Páll.