05. febrúar. 2008 06:39
Aðalsveitakeppni Bridsfélags Borgarfjarðar stendur nú yfir. Lokið er tveimur kvöldum og er staðan sú að sveit Kópakallsins er efst með 83 stig. Sveitina skipa Eyjólfur Sigurjónsson stofnfélagi BB og Jóhann makker hans ásamt þeim Agli í Örnólfsdal og Bjarna Bifrestingi. Í öðru sæti eru Tungnamenn með 73 stig en þeir eru Flemming, Guðmundur, Þórhallur og Brynjólfur. Í þriðja sæti eru Fjölnir og félagar, fjórðu eru Parasveitin, í fimmta sæti Systurnar, í sjötta Hákarlarnir, þá Ormarnir, Formaðurinn, Jón E & Co, Fræbúðingarnir og loks Sr. Brynjólfur.
Ekki er hægt að segja að nafngiftir sveitanna vefjist fyrir spilaglöðum Borgfirðingum.