08. febrúar. 2008 09:12
Dalamaðurinn Kristján Finnur Sæmundsson var í sigurlið hönnunarkeppni sem haldin er ár hvert af véla- og iðnaðarverkfærðinemum við Háskóla Íslands. Keppnin var haldin 1. febrúar. Kristján Finnur sagði í samtali við Skessuhorn að hópurinn hefði fengið fullt hús stiga í báðum umferðum og tvo bestu tímana. „Með mér í liðinu voru Dóra Guðlaug Árnadóttir, Hjörtur Már Gestsson, Kristján Arnór Grétarsson, Stefán Þór Bjarnason og Valdimar Ómarsson. Verkefnið fólst í því að hanna eitthvert farartæki sem gæti tekið upp hrátt egg og komið því í gegnum ýmsar þrautir, án þess að brjóta það auðvitað, og enda ferlið á því að setja eggið ofan í körfu. Brautin var reyndar bein en hraðahindranir og brekkur á leiðinni ásamt rennandi vatni svo þetta var ekki alveg einfalt, en tókst allt.
Hópurinn kallaði sig Dóra og aðstoðarmennirnir en við erum öll á öðru ári í HR í véla- og orkutæknifærði nema Dóra sem er nemi í HÍ. Þetta var alveg frábært og gamall draumur látinn rætast með þessu,“ sagði Kristján Finnur. Verðlaunin sem hópurinn hlaut fyrir þennan árangur var farandbikar og ný HP ofurfartölva frá Opnum kerfum. Auk þess sem Háskólinn í Reykjavík veitti viðurkenningu og felldi niður skólagjöld fyrir vorönn 2008 til sigurvegaranna.