08. febrúar. 2008 03:39
Vakin er athygli á slæmri veðurspá, vondu veðri og ófærð sumstaðar á landinu m.a. vegna snjóflóða. Fólk er eindregið beðið að leggja ekki í ferðalög án þess að kynna sér færð og veður.
Óveður er nú við Hafnarfjall og alls ekki ferðaveður, en þó er vindur þar að ganga niður samkvæmt sjálfvirkum vindmæli. Einnig er mjög hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Flughált er í Miðdölum.