12. febrúar. 2008 04:20

Verslunin Virkið á Rifi fagnar 20 ára starfsafmæli í dag og af því tilefni var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar. Eigendur Virkisins eru hjónin Sturla Fjelsted og Kristín Þórðardóttir og hafa þau rekið Virkið í öll þessi ár, en Sturla byggði húsið.
Kristín og Sturla, sögðust í samtali við Skessuhorn vera mjög ánægð með viðtökurnar á þessum árum og að viðskiptavinir hefðu haldið tryggð við þau. “Það ber að þakka, annars væri ekki hægt að standa í þessu,“ segir Sturla.