13. febrúar. 2008 01:36
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði flutningabílstjóra með tengivagn uppi í Norðurárdal fyrir nokkru. Talið var að hann hefði ekið niður ljósastaur við Shellskálann í Borgarnesi. Ökumaður kvaðst ekki hafa orðið var við óhappið. Lögreglumenn bentu honum þá á ákomu eftir staurinn á gámi tengivagnsins og brotinn baksýnisspegil á stýrishúsi bílsins sem hann ók. Var þá fátt um fína drætti í vörnum ökumannsins.