Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2008 04:48

Orgel í Stykkishólmskirkju frá Klais

Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju ákvað nýlega að ganga til samninga við orgelframleiðandann Klais í Þýskalandi um kaup á nýju orgeli í kirkjuna. Skrifað verður undir samninga við Klais 4. apríl næstkomandi en fyrirtækið mun þó þegar hefja vinnu við smíði orgelsins.  Áætlað er að í lok febrúar 2009 að orgelið verði uppsett og tilbúið til notkunar. Þá er ráðgert að gripurinn muni kosta um 40 milljónir króna. Í Stykkishólmspóstinum kemur fram að Klais sé fjölskyldufyrirtæki sem eigi sér rúmlega hundrað ára sögu í orgelsmíði og framleiddi fyrirtækið m.a. hið 70 radda orgel í Hallgrímskirkju. 

Fulltrúi frá Klais hefur komið tvisvar m.a. til hljóðmælinga og hannaði í framhaldi af því 21 radda orgel sem hann mælir með í Stykkishólmskirkju.  “Það orgel er mjög gott og gætt eiginleikum sem gera það einnig að góðu orgeli til tónleikahalds sem óneitanlega eykur bæði notagildi þess sem og vonandi eftirspurnina eftir kirkjunni t.d. til tónleikahalds,” segir í frétt Stykkishólmspóstsins.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is