27. febrúar. 2008 08:14
Lögreglan í Borgarfirði og Dölum þurfti í tvígang í síðustu viku að huga að erlendri konu sem að var að ganga Hringveginn með kerru í eftirdragi. Töldu vegfarendur að þar færi einhver sem ekki væri “alveg í lagi,” enda var veðrið með versta móti og konan stundum “útum allan veg” í tilraunum sínum við að komast úr sporunum.