Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2008 03:05

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í gangi

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir er í gangi í dag. Nemendur úr fjölmörgum skólum streymdu á Akranes til að taka þátt í keppninni sem fer fram í húsakynnum fjölbrautaskólans.

Bjarnþór Kolbeinsson, deildarstjóri í stærðfræði, segir þátttökuna ekki eins mikla og á meðan flest var, en þá tóku yfir þrjúhundruð nemendur þátt í keppninni. Í dag eru þeir á annað hundrað. Að lokinni keppni býður Sparisjóðurinn á Akranesi upp á veitingar en sjóðurinn gefur einnig verðlaunin og greiðir allan kostnað við keppnishaldið. Það var mál þeirra nemenda sem blaðamaður Skessuhorns ræddi við fyrir keppni að það væri gaman að vera með og þar sem þetta væri ekki próf væri sjálfsagt að reyna sig við keppni eins og þessa.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is