07. mars. 2008 08:48
Hinir árlegu miðsvetrartónleikar Samkórs Mýramanna verða haldnir sunnudaginn 9. mars kl. 20:30 í Borgarneskirkju. Á dagskránni eru lög úr ýmsum áttum, allt frá dægurlögum til klassískra verka. Gestasöngvari kórsins verður Óskar Pétursson. Mun hann syngja með kórnum nokkur lög auk þess að syngja einn nokkur einsöngslög á sinn hátt. Stjórnandi Samkórsins er Zsuzsanna Buadi, undirleikari er Jónína Erna Arnardóttir en að auki spila Sigurgeir Gíslason á harmonikku, Þorleifur Halldórsson á rafbassa, Birgir Þórisson á trompet og Steinunn Pálsdóttir á gítar.