12. mars. 2008 07:22
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ritstjóri Skessuhorns hefur sagt af sér sem varabæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra og sem aðalmaður í tómstunda- og forvarnanefnd Akraneskaupstaðar. Bæjarráð Akraness tók afsögn Sigrúnar fyrir á síðasta fundi sínum og þakkaði henni jafnframt vel unnin störf.