13. mars. 2008 08:01
Samtök atvinnulífsins efna til ráðstefnu á Hótel Borgarnesi í dag um arðbært atvinnulíf. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar áherslur SA undir yfirskriftinni: Hagvöxt um land allt. Flutt verða erindi sem tengjast viðfangsefninu auk umræðna. Frummælendur eru: Árni Gunnarsson Flugfélagi Íslands, Erna Indriðad. Alcoa-Fjarðaáli, Kjartan Ólafsson HA, Guðmundur H. Gunnarsson Matís Höfn, Sveinn H. Hjartarson LÍÚ, Magnús Ásgeirsson Atvinnuþr.fél. Eyjafjarðar, Gylfi Arnbjörnsson ASÍ, Sigríður Margrét Guðmundsd. Landnámssetrinu og Jóhannes Jónsson Bónus. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.