25. mars. 2008 02:37
 |
Borgarnes. Ljósm. Mats |
Aðalfundur Margmenningarfélagsins verður haldinn á sunnudag 30. mars kl. 16.00 í sal Ráðhúss Borgarbyggðar við Borgarbraut. Á fundinum mun Magda Kulinska frá Póllandi segja frá reynslu sinni sem innflytjandi á Íslandi. Auk þess verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, fjallað verður um framtíðarmál félagsins og önnur mál. Túlkar verða á staðnum (enska, pólska, ungverska, þýska, rússneska, portúgalska, bysaya, tagalog). Kaffi og kökur í boði Geira bakara. Íbúar eru hvattir til þess að vinna saman að betra samfélagi, mæta á fundinn og taka þátt.