26. mars. 2008 09:14
Bylgja Hafþórsdóttir og fjölskylda hennar misstu nánast aleiguna í síðustu viku þegar 120 fermetra einbýlishús þeirra að Hagamel 7 í Hvalfjarðarsveit var rifið og kurlað auk allra húsgagna og innanstokksmuna sem í því voru. Ástæðan var myglusveppur sem átti upptök sín í skriðkjallara undir húsinu og hefur valdið Bylgju miklu heilsutjóni. Nú er verið að undirbúa grunninn undir nýtt hús en Bylgja segir fjölskylduna taka fyrir einn dag í einu, enda viti þau ekki hvernig þau komi til með að standa straum af útgjöldum við byggingu nýja hússins þar sem enginn virðist bótaskyldur.
Ítarlega er rætt við Bylgju í Skessuhorni sem kemur út í dag.