30. mars. 2008 10:57
Vegir á Vesturlandi eru flestir auðir og ágæt færð nú á sunnudagsmorgni. Þó er snjóþekja og éljagangur á Fróðárheiði og hálkublettir á vegum á norðanverðu Snæfellsnesi, Vatnaleið, Bröttubrekku og Svínadal. Veður er hins vegar versnandi á Holtavörðuheiði og þar er nú hálka og skafrenningur.