07. maí. 2008 04:00
 |
Ljósm. Mats. |
Sjálfstæðisfélag Borgarfjarðarsýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið segist telja mikilvægt að stjórnvöld leiti allra leiða til að tryggja samkeppnisstöðu íslenskra kjötframleiðenda gagnvart innfluttum afurðum. Í ályktuninni segir: “Matvælalöggjöf ESB sem nú liggur fyrir Alþingi ógnar atvinnuöryggi þúsunda íslendinga auk þess sem hættan á alvarlegum smitsjúkdómum í búfé eykst verulega. Innlend búvöruframleiðsla er grundvöllur fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar."
Þar segir ennfremur: "Þróun síðustu missera á alþjóðlegum matvælamörkuðum sýnir ljóslega mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfri sér næg um helstu fæðuflokka. Sjálfstæðisfélag Borgarfjarðarsýslu beinir því til sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að fresta gildistöku frumvarpsins uns búið er að leggja mat á afleiðingar þess fyrir íslenskt samfélag.”