06. júní. 2008 09:53
Akranesleikar Olís í sundi er stærsta sundmót ársins á Akranesi. Mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Skráðir á mótið eru um 200 keppendur frá 12 félögum víðsvegar af landinu. Gera má ráð fyrir harðri keppni þessa þrjá daga, en mótið er einnig stigakeppni milli félagana. Einnig er keppt um bikar fyrir stigahæsta sund mótsins og svo Brosbikarinn sem veittur er því félagi sem sýnir bestu og skemmtilegustu framkomuna á mótinu. Það er því um að gera að brosa á þessu stóra móti Sundfélags Akraness.