19. júní. 2008 10:01
Starfsmaður á verkstæði Norðuráls á Grundartanga handarbrotnaði við vinnu sína í gærmorgun. Hann var losa um bolta og fékk högg á höndina með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.