Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2008 02:38

Fimmtíu manns tóku fyrstu Gæfusporin í Borgarnesi

Ungmennafélag Íslands tók fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor klukkan tíu í morgun. Gæfuspor er verkefni þar sem 60 ára og eldri eru hvattir til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar. Allir geta tekið þátt í verkefninu á sínum forsendum. Ekki er um að ræða keppni heldur setur hver þátttakendi sér markmið við sitt hæfi. Verkefnið hófst á fimm stöðum á landinu; í Borgarnesi, Reykjanesbæ, Neskaupsstað, Selfossi og Sauðárkróki. Þátttakan á fyrsta degi verkefnisins var mjög góð en 300 manns tóku fyrstu skrefin á framangreindum stöðum.  ,,Við erum mjög ánægðir með hvað verkefnið fór vel af stað. Þátttakan er meiri en við áttum von á og það ríkti mikil og almenn ánægja á meðal göngufólksins. Við viljum nota tækifæri og þakka öllum fyrir þátttökuna og við erum mjög bjartsýn á framhaldið en stefnt er að því að bæta við fleiri stöðum í haust,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi UMFÍ.

Í Borgarnesi mættu um 50 manns til að taka þátt í göngunni frá Sparisjóði Mýrasýslu þar sem þátttakendur skráðu sig og fengu jakkann góða ásamt veitingum. Varaformaður UMFÍ, Ásdís Helga Bjarnadóttir, flutti hvatningarorð frá hreyfingunni. Ingimundur Ingimundarson og Jenni R. Ólason fylgdu svo hópnum úr hlaði, en gengið var frá Sparisjóðnum og niður á frjálsíþróttavöllinn í gegnum Skallagrímsgarðinn. Mikil ánægja og gleði fylgdi hópnum. Stefnt er að því að einstaklingar hittist við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl. 10 eða 17 á þriðjudögum og fimmtudögum til að taka gæfuspor í sumar. Fyrir utan þessar göngur getur fólk valið sér tíma og stað þegar því hentar, því aðalatriðið er jú að ganga á eigin forsendum sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga.

 

Allir einstaklingar eldri en 60 ára geta skráð sig til leiks í allt sumar hjá Sparisjóðnum á þessum fimm ofangreindu stöðum, fengið afhentan jakka og upplýsingarit og tekið svo fyrstu sporinn í tengslum við verkefnið, eða eins og fram kemur í vísu Erlu Rögnu Hróbjartsdóttur á Hvanneyri sem tók þátt í fyrstu göngunni:

 

Ekki skal ég inni hanga

upp með kjark og þor.

Út ég fer og ætla að ganga

með öðrum gæfuspor!

 

Sparisjóðurinn er aðalsamstarfsaðili UMFÍ að verkefninu.  Sparisjóðurinn afhenti öllum þátttakendum vandaðan jakka sem er merktur Gæfuspori til eignar. Einnig styrkir heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð verkefnið myndarlega.

 

Ásdís Helga Bjarnadóttir

Verkefnisstjórn Gæfuspors

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is