19. júní. 2008 03:35
Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi skammt frá Borg á Mýrum um áttaleytið í gærkvöldi. Talið er að ökumaður fólksbíls sem var á leið frá Stykkishólmi í Munaðarnes hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Lögregla varð að kalla til tækjabíl til að ná fötluðum farþega út úr bílnum. Bæði ökumaður og farþegi, en tveir voru í bílnum, voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeildina í Fossvogi. Eftir því sem Skessuhorn kemst næst munu meiðsl þeirra ekki vera alvarleg, en bíllinn er mikið skemmdur og sennilega ónýtur samkvæmt upplýsingum lögreglu.