23. júní. 2008 08:19
Sannkallaður töðuilmur hefur verið í loftinu á sólríkum og mildum dögum á Akranesi undanfarið. Sláttumenn bæjarins voru sl. föstudag á fullu að slá grænu svæðin í bænum og krakkarnir í unglingavinnunni duglegir með hrífurnar. Verið var að safna saman grasinu á Skagatorgi við enda Þjóðbrautar rétt fyrir hádegið þegar umferðarþunginn lá að Akraneshöllinni á pollamót Kaupþings. Við hæfi var að krakkarnir í vinnuskólanum voru einmitt að snyrta í kringum fótboltamennina á torginu, listaverk Sigurjóns Ólafssonar.