25. júní. 2008 02:25
Nú nýverið var gamla Bachmannshúsið að Borgarbraut 67 rifið en þar verður í framtíðinni bílastæði fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Ákvörðun um rif hússins var frestað á sínum tíma af skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar þar sem álit húsafriðunarnefndar lá ekki fyrir. Eftir að í ljós kom að Húsafriðunarnefnd legðist ekki gegn niðurrifi hússins var hafist handa við að rífa það og voru það þeir Björn H Sveinsson og Guðni Áslaugsson sem rifu húsið fyrir Borgarverk hf sem tók að sér verkið.