26. júní. 2008 09:57
Björgunarsveitarmenn frá Ok í Borgarfirði voru kallaðir út í nótt um klukkan tvö í nótt til að grennslast fyrir um veiðimann sem orðið hafði viðskila við veiðifélaga sinn. Þá var einnig óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni sem sendi þyrlu á svæðið. Félagi mannsins var farinn að óttast um hann og óskaði aðstoðar við leit að honum. Um svipað leyti og leit var að hefjast skilaði maðurinn sér sjálfur í skála um klukkan hálffjögur í nótt. Hann var heill á húfi.