26. júní. 2008 01:03
Hestakerra þessi losnaði aftan úr bíl á ferð skammt frá Andakílsárbrú í Borgarfirði í gær. Aðspurðir kváðust lögregluþjónar í Borgarnesi ekki hafa vitneskju um málið og má því ætla að enginn hafi hlotið alvarleg meiðsli í þessum útafakstri, hvorki ferfætlingar né aðrir. För hinnar afvegaleiddu hestakerru hefur stöðvast á net- og gaddavírsgirðingu sem hélt kerrunni en varð fyrir nokkru hnjaski.