26. júní. 2008 03:12
 |
Grundfirskur eðal Ferguson |
Á Safnadaginn, sem verður sunnudaginn 13. júlí nk., verður efnt til skrúðaksturs Ferguson-manna um Andakíl í Borgarfirði, líkt og gert var fyrir ári. Ferguson-menn eru hvattir til þess að mæta í aksturinn með fáka sína, eldri jafnt sem yngri. Lagt verður upp frá hlaði Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri eftir hádegið. Fyrir lestinni munu þeir Haukur Júlíusson og Erlendur Sigurðsson fara. Í tilkynningu frá Landbúnaðarsafninu eru allir áhugamenn hvattir til þátttöku. Þeir eru beðnir að skrá sig hjá Hauki í síma 892 4678 eða cat@vesturland.is “Einnig er óskað eftir ökumönnum með full réttindi og mikinn áhuga. Mikilvægt er að allir ökumenn séu í kæðnaði er svarar til velmektardaga viðkomandi Ferguson-vélar. Þeim sem best tekst upp í þeim efnum verður veitt og tryggð sérstök athygli,” segir Bjarni Guðmundsson hjá Landbúnaðarsafninu.