30. júní. 2008 08:13
 |
Benedikt ásamt aðstoðarmönnum sínum |
Benedikts S. Lafleur, sem reyndi að synda yfir Ermasund í morgun varð að hætta sundinu eftir 10 tíma, eftir að hafa synt á móti straumnum frá því snemma um morguninn. Hann var þá búinn að synda hálfa leiðina, eða um 18 kílómetra þegar mikið hvassviðri skall á og ákvað hann að hætta þegar ekki var útlit fyrir að veður myndi ganga niður. Benedikt var orðinn nokkuð kaldur eftir sundið og var líkamshiti hans kominn niður í 35 gráður.