04. nóvember. 2008 09:06
Nú er éljagangur og snjóþekja á Holtavörðuheiði, hálka á Bröttubrekku og hálkublettir eitthvað niður um Borgarfjörð. Einnig eru hálkublettir á Vatnaleið. Að öðru leyti eru leiðir auðar á Vesturlandi. Nú er vatnsveður og afar þungbúið á Vesturlandi. Síðar í dag varar Veðurstofa Íslands við stormi með vesturströndinni. Gert er ráð fyrir sunnan 5-13 m/s og rigningu sunnan og vestantil, en annars skýjuðu. Vaxandi suðaustanátt í dag, 15-23 m/s síðdegis og hvassast með vesturströndinni, en hægari og þurrt fram eftir degi norðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt.