05. nóvember. 2008 03:13
Aðfaranótt sunnudagsins var tilkynnt um mann sem væri að skemma bifreiðar í miðbæ Akraness. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og kom þá í ljós að hann hafði brotið rúður í tveimur bifreiðum. Ekki gat hann gefið neinar skýringar á framferði sínu en athæfi hans getur reynst honum dýrt. Nýliðin vika bauð upp á fjölbreytt viðfangsefni að sögn lögreglunnar á Akranesi. Haldið var áfram með átak vegna ljósabúnaðar og var fjöldi ökumanna stöðvaður og gert að laga ljósabúnað bifreiða sinna.