07. nóvember. 2008 11:00
 |
Grábrókarvatn verður nú sent í Stafholtstungurnar |
Orkuveita Reykjavíkur er nú að afla tilskilinna leyfa til að hægt verði að hefja lagningu nýrrar neysluvatnslagnar frá Grábrókarveitu við verslunina Baulu í Stafholtstungum og áleiðis í Reykholtsdal. Á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar Borgarbyggðar var veitt leyfi til lagningar veitunnar að Þverárbrú. Að sögn Hreins Frímannssonar starfsmanns OR er framhald þessa verks háð ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hins vegar sé fyrirtækið að undirbúa framkvæmdina og leita tilskilinna leyfa til að ekki muni stranda á þeim þegar til kemur. Í síðari áföngum verksins er gert ráð fyrir að þessi veita tengist nýrri neysluvatnslögn sem liggur á milli þéttbýlisstaðanna Kleppjárnsreykja og Reykholts.