Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2008 07:53

OR styður kröftugar námskonur í „karlagreinum“

Fjórar konur, sem allar stunda nám í hefðbundnum karlagreinum, hlutu í gær námsstyrki frá Orkuveitu Reykjavíkur. Konurnar eru komnar misjafnlega langt í námi sínu í vélstjórn, rafiðn og rafmagns- og tölvuverkfræði. Það var Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sem afhenti styrkina. Meira en áratugur er liðinn frá því Orkuveita Reykjavíkur og áður Vatnsveita Reykjavíkur hófu að veita slíka hvatningarstyrki. Ýmislegt hefur þokast til betri vegar á þeim tíma.

Auglýst var eftir umsóknum um styrkina í vor og bárust 34 umsóknir. Hver styrkur nemur 250 þúsund krónum. Niðurstaða úthlutunarnefndarinnar var sú að neðangreindar konur hlytu styrki með eftirfarandi umsögnum:

 

Nanna Einarsdóttir í Borgarnesi, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ (er á 2.ári) “Nanna er gífurlega öflugur námsmaður í námi sem mjög fáar konur hafa sótt í ásamt því að námið tengist mjög starfssemi OR.

Nína Björk Surban Fatalla, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ (er á 3.ári) “Er frá Filippseyjum og er að standa sig vel í íslensku samfélagi, er í námi sem mjög fáar konur hafa sótt í ásamt því að námið tengist mjög starfssemi OR.”

Elín Jóhanna Bjarnadóttir nemi í vélfræði og rafvirkjun við VMA (er á 4.stigi vélstjórnunnar). “Góðar einkunnir í námi, er að taka vélstjórnun og rafvirkjun saman sem mjög fáar konur hafa sótt í ásamt því að námið tengist mjög starfssemi OR.”

Gunnvör Braga Jónsdóttir á Akranesi, nemi í rafiðn við Fjölbrautaskóla Vesturlands (er á 2.ári). “Byrjar seint í námi en gengur vel í rafiðn, er í námi sem mjög fáar konur hafa sótt í ásamt því að námið tengist mjög starfsemi OR.”

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is