14. nóvember. 2008 10:06
Á morgun, laugardag, mun Smalahundafélag Snæfells- og Hnappadalssýslu halda sína árlegu keppni. Fer hún fram í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi og er Svanur bóndi mótshaldari. Hugmyndin er að hefja keppni klukkan 13. Keppt verður í þremur flokkum: Unghunda flokki, B flokki og A flokki. Þóra Sif Kópsdóttir formaður Smalahundafélagsins segir að mikil framþróun hafi orðið í tamningum á smalahundum. Nú sé orðið gaman að horfa á vissa hunda þar sem þeim er stjórnað af mikilli færni. Þóra Sif bendir á vef félagsins á slóðinni www.123.is/smali