19. nóvember. 2008 04:05
Forysta ASÍ hóf í gær í Reykjanesbæ fundaferð sína um landið undir yfirskriftinni "Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Hvert skal stefna?" Næsti fundur er í kvöld, miðvikudaginn 19. nóvember, klukkan 20 í Grundaskóla á Akranesi. Er fundurinn hugsaður fyrir íbúa Vesturlands. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins. Formenn landssambanda og félaga ASÍ munu einnig sitja fyrir svörum og Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA flytur erindi. Auk ræðuhalda verður boðið upp á tónlistaratriði. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal til frummælenda.