16. nóvember. 2008 12:36
Flughálka er nú á Fróðarheiði á Snæfellsnesi. Víða annarsstaðar á Vesturlandi eru hálkublettir og þá er skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á öðrum svæðum landsins er það helst að frétta að á Suðurlandi er hálka á Hellisheiði, í Þrenglsum og á Þorlákshafnarvegi. Hálkublettir eru á Sandskeiði. Hálka er í uppsveitum. Á Vestfjörðum er hálka víða, t.d. á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði. Á Norðurlandi er víðast hvar hálka og hálkublettir. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er víða á Norðausturlandi. Austanlands er hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði en annars hálka og hálkublettir á flestum leiðum. Á Suðausturlandi eru hálkublettir víðast hvar.