19. nóvember. 2008 09:12
Tvær bílveltur urðu á svæði lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku og varð fólk fyrir minni háttar meiðslum í öðru óhappinu. Fimm voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sex stöðvaðir vegna hraðaksturs. Alls komu 72 mál og verkefni inn á borð hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku.