21. nóvember. 2008 10:02
Hið árlega Aðventublað Skessuhorns kemur út næstkomandi miðvikudag. Það verður prentað í 8000 eintökum og m.a. dreift í öll hús og fyrirtæki á Vesturlandi á fimmtudeginum með Íslandspósti. Blaðið verður að vanda fullt af fróðlegu efni, bæði tengdu árstímanum sem og öðru. Þjónustuaðilar, verslanir og önnur fyrirtæki eru hvött til að nýta blaðið til að koma sér á framfæri. Þetta er tvímælalaust eitt mest lesna blað sem gefið er út á Vesturlandi á ári hverju og margra ára hefð fyrir útgáfu þess. Auglýsendur sem vilja nýta sér blaðið er bent á að panta auglýsingapláss með góðum fyrirvara í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á: palina@skessuhorn.is Vinnslu blaðsins lýkur þriðjudaginn 25. nóvember en skilafrestur auglýsinga er í síðasta lagi mánudaginn 24. nóvember.