26. nóvember. 2008 07:35
Heiðurskonan Steinunn Kolbeinsdóttir, Höfðagrund 8 á Akranesi varð áttræð þann 20. nóvember síðastliðinn. Af því tilefni buðu hún og eiginmaður hennar, Ingvar Sigmundsson, ættingjum og vinum til veislu síðastliðinn laugardag í sal FEBAN þar sem fjölmenni var saman komið. Þau hjón eiga dæturnar Ástu, Helgu og Kolbrúnu en ólu jafnframt upp fóstursoninn Sigmund Ingvar Svansson. Steinunni er óskað til hamingju með afmælið.