26. nóvember. 2008 11:06
Töluvert hefur borið á lausagöngu hrossa á vegum í Borgarfirði að undanförnu. Hefur þetta ítrekað komið upp á Snæfellsnessvegi og í Norðurárdal. Lögreglan reynir að bregðast skjótt við í þessum tilvikum, enda mikil hætta sem stafar af lausum hrossum á vegum úti í skammdeginu. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að eigendur útigangshrossa hugi vel að þeim og komi í veg fyrir að þau sleppi út á vegina.