28. nóvember. 2008 09:36
Vegir eru víða auðir á Vesturlandi en þó eru sumstaðar hálkublettir inn til landsins. Á nokkrum leiðum er þó snjóþekja. Hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Á Vestfjörðum er ófært yfir Klettsháls og Eyrarfjall en verið er að moka Klettsháls. Á Norðurlandi er víða éljagangur eða snjókoma en helstu leiðir eru opnar. Á Austurlandi er víða verið að hreinsa vegi. Breiðdalsheiði og Öxi eru báðar ófærar.