01. desember. 2008 10:29
Á Vesturlandi er víða snjóþekja og hálka á vegum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.
Í öðrum landshlutum er það helst að frétt að á Suðurlandi er víða hálka, snjóþekja og hálkublettir. Skafrenningur og hálkublettir eru á Hellisheiði og hálka er á Þrengslavegi. Flughált er frá Þorlokshöfn um Eyrabakka, Stokkseyri að Selfossi. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka og einhver éljagangur. Þungfært um Dynjandisheiði og ófært er á Hrafnseyrarheiði og er mokstur hafinn á þeim. Ófært er um Eyrarfjalli. Á Norðvesturlandi er snjóþekja, hálka éljagangur og skafrenningur. Á Norðausturlandi er snjóþekja og snjókoma en stórhríð og vonskuveður er á Mývatnsöræfum og þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum. Á Austurlandi er víðast hvar snjóþekja og snjókoma en ófært yfir Öxi.