Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2008 08:08

Vinakeðja á Varmalandi í upphafi aðventu

Nemendur Varmalandsskóla og krakkar á leikskólanum á Varmalandi í Borgarfirði tóku sig til og mynduðu svokallaða vinakeðju nú í byrjun aðventu. Keðjan náði allt frá skólanum og upp á hamarinn fyrir ofan hann. Kyndlar voru látnir berast eftir keðjunni upp á topp og loguðu ljósin þar fram eftir degi.

Björg Ólafsdóttir deildarstjóri á yngri stigi í skólanum segir að nemendur bæði skólans og leikskólans hafi unnið með hugtakið virðingu í byrjun vetrar. “Nú tekur við vinna með vináttu. Tími aðventunnar er einmitt sé tími sem er góður í að hugleiða kærleik og vináttu. Það var því kærkomið tækifæri að nota þennan fyrsta virka dag aðventunnar til þess að búa til svokallaða vinakeðju úr nemendum skólanna. Þannig leiddust nemendur upp á fjall, einn úr eldri deild og annar úr yngri eða leikskólanum.” Björg segir að kyndlarnir hafi samtals verið 13 talsins, jafnmargir jólasveinunum þótt hugsunin hafi verið önnur.

“Einn var fyrir hvern bekk, einn fyrir kennara skólans, einn fyrir leikskólann og einn fyrir annað starfsfólk skólans. Þetta tókst í alla staði mjög vel þar sem bæði börn og fullorðnir skemmtu sér. Eftir uppgönguna var ekki síður skemmtilegt að renna sér á rassinum niður og hafa gaman af.”

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is