03. desember. 2008 03:59
Háskólinn á Bifröst er í dag 90 ára gamall. Hinn 3. desember árið 1918 mun veður hafa verið bjart og stillt með lítils háttar frosti þegar Samvinnuskóli Jónasar Jónssonar var settur í fyrsta sinn í Reykjavík. Samfélag þess tíma var hins vegar harla ólíkt því samfélagi sem við í dag lifum í.
Runólfur Ágústsson, rektor skólans á árunum 1999 til 2006 skrifar í dag grein hér á vefinn í tilefni afmælisins þar sem hann rifjar upp ýmislegt fróðlegt úr sögu skólans.
Sjá grein Runólfs: HÉR