04. desember. 2008 09:40
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er nú hálka og hálkublettir á vegum á Vesturlandi. Hálkublettir og skafrenningur að auki er á Fróðarheiði. Í öðrum landshlutum er það helst að frétta að á Suðurlandi eru hálkublettir á Hellisheiði og í uppsveitum. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálkublettir og éljagangur er á Ströndum. Á suðurfjörðunum er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Þæfingsfærð er um Kleifaheiði og ófært er um Hrafnseyrarheiði og Klettsháls. Á Norðvesturlandi eru hálka, hálkublettir og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Þverárfjalli. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur. Á Austurlandi er snjóþekja. Ófært er yfir Öxi. Á Suðausturlandi eru sumstaðar hálkublettir. Snjóþekja og skafrenningur er við Vík.