05. desember. 2008 11:05
 |
Úr leiknum. Ljósm. karfan.is |
Óhætt er að segja að topplið KR hafi átt stórleik í gær þegar það lagði Skallagrím að velli í Iceland Express deild karla. Lokatölur leiksins urðu 117-50. Strax að loknum fyrsta leikhluta var staðan 29-14 fyrir KR og ljóst í hvað stefndi. Eftir það sáu Borgnesingar ekki til sólar. Igor Beljanski gerði 17 stig hjá Skallagrím og tók 10 fráköst. Skallar léku án Pálma Sævarssonar sem er meiddur sem og fjöldamargir aðrir sterkir leikmenn í röðum Borgnesinga. Félagarnir Darri Hilmarsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru stigahæstir í liði KR báðir með 23 stig.