05. desember. 2008 12:05
Næstkomandi mánudagskvöld verður lokaumferð aðaltvímenningskeppni Briddsfélags Borgarfjarðar spiluð. Að þessu sinni verður brugðið út frá vananum og spilað í Vinakaffi í Borgarnesi. Síðastliðið mánudag áttu þeir Rúnar og Jón Ágúst í Borgarnesi risaskor og blanda sér nú af alvöru í toppbaráttuna. Fátt mun breyta því að þrjú efstu pörin haldi verðlaunasætum en ómögulegt að segja til um röð þeirra. Allt getur raunar gerst, ekki síst þegar veigar veitingastaðar freista í stað biksvarta kaffisins í ungmennafélagshúsinu. Bifrestingurinn Stefán ástamt makker sínum Ingvari frá Hvanneyri halda enn forystu á mótinu þó heldur hafi þeir slakað á forskotinu á mánudaginn var. Þeir Rúnar og Jón Ágúst fylgja á hæla þeirra sem og Sveinbjörn og Lárus sem hafa oft áður náð forystu á svona mótum með kröftugum lokaspretti. Þetta er jú alltaf spurningin um að toppa á hárrétta augnablikinu. Annars er staða efstu para á mótinu þessi: