08. desember. 2008 10:18
Á Vesturlandi er nú hálka og snjóþekja á öllum vegum. Þá segir Vegagerðin að nú sé snjóþekja á Suðurlandi auk þess sem þar er hálka og éljagangur. Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er verið að moka helstu leiðir. Eyrarfjall er ófært. Á Norður- og Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Á Suðausturlandi er víða hálka.